Skip to product information
1 of 1

Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Stafafura 200-250 cm

Stafafura 200-250 cm

Regular price 22.000 kr.
Regular price Sale price 22.000 kr.
Sale Sold out
Taxes included.

Íslensk stafafura frá Snæfoksstöðum. Stafafura er mest ræktaða sígræna trjátegundin á Íslandi og hefur notið ört vaxandi vinsælda á undanförnum árum sem jólatré. Stafafuran heldur barrinu mjög vel, er fallega græn og ilmar vel.

Leiðbeiningar um meðferð jólatrjáa
Rétt meðferð þegar jólatréð kemur inn á heimilið skiptir sköpum svo að tréð haldi ferskleika sínum og barri yfir hátíðirnar.

Hér eru helstu atriði sem gott er að hafa í huga fyrir meðferð á jólatré:

  • Geymið tréð úti eða í köldu rými þangað til að það er sett upp. Sé tréð geymt úti er best er að hafa það í skjóli eða undir þaki svo það þorni ekki í vindi eða sól.

  • Sólarhring áður en setja á tréð upp og skreyta er gott að taka það inn og láta það ná íbúðarhita. Sé frost úti er kostur ef hægt er að láta tréð þiðna hægt, t.d. í frostlausum bílskúr. Þegar tréð er komið inn er mælt er með því að skola af trénu í baðkari eða sturtu.

  • Skerið smá sneið af stofninum (1-2cm) áður en það er sett í fótinn. Til þess að tréð nái að taka upp sem mest vatn er gott að stinga stofninum í sjóðandi heitt vatn í nokkrar mínútur sem veldur því að vatnsæðar trésins opnast og það frískast við.

  • Notið stöðugan tréfót sem heldur nóg af vatni. Jólatré drekka oft mikið fyrstu dagana. Passa skal að hafa nóg af vatni í fætinum og að það nái vel upp fyrir skurðflötinn.

  • Forðist hita og þurrk, ekki setja tréð við ofna, arin, hitablástur eða þar sem það getur fengið mikið sólskin.

  • Athuga skal vatnið daglega og fylla upp eftir þörfum. Engin næringarefni þarf í vatnið.
View full details