Helgina 5.-7. febrúar 2010 verður námskeiðið Fjallamennska II haldið í Tindfjöllum. Mæting er kl. 18 á M6 föstudagskvöldið 5. febrúar og ekið verður að innsta bæ í Fljótshlíð. Nýliðar ganga upp í Tindfjöll með allan sinn búnað og gista þar í tjöldum. Gengið er aftur niður í Fljótshlíð á sunnudegi og námskeiðinu lýkur kl. 19 á M6 sunnudaginn 7. febrúar.
Undirbúningskvöld vegna Fjallamennsku II verður haldið á M6 kl. 19 þriðjudaginn 2. febrúar. Skyldumæting er á undirbúningskvöldið þar sem farið verður yfir bóklega hluta námskeiðsins, búnaðarmál og hópaskiptingar.
Skráningu á námskeiðið lýkur sunnudagskvöldið 31. janúar.
—————-
Texti m. mynd: Fjallamennska í fjarlægu landi
Höfundur: Hálfdán Ágústsson