HSSR og Stromur hafa gert með sér samkomulag um kaup á vélsleðum og rekstrarvörum. Samkomulagið er til þriggja ára. Markmið samkomulagsins er m.a. að tryggja HSSR bestu kjör á sleðakaupum, rekstrarvörum og varahlutum. Samningurinn tryggir einnig félögum HSSR góð kjör á ýmsum búnaði sem seldur er í verslun Storms. Sleðaflokkur HSSR stefnir að þvi að vera með alla sína sleða sömu tegundar, en það einfaldar rekstur og þjálfun.
Haukur Harðarson sveitarforingi HSSR og Ásdís Skúladóttir framkæmdastjóri Storms skrifuðu undir samninginn í gær á árlegri sleðasýningu Storms þar sem nýjustu Polaris sleðarnir voru sýndir.