Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Fjall kvöldsins – Stóri Meitill – 1. nóvember

Þriðjudagskvöldið 1. nóvember n.k. verður gengið á Stóra-Meitil í Þrengslum. Þægilegt fjall til uppgöngu – eldri félagar boðnir sérstaklega velkomnir.

Nýliðar hvattir til dáða. Brottför kl. 19.00. Mæting 18.30. Munið eftir höfuðljósum, aukabatteríum og ullarsokkum.

Væntanlegir þátttakendur skrá sig á D4H (helst) eða á korkinum.

Nánari upplýsingar: Ingimar s.6983875, Sigrún s.8919056, Anna María s. 6186162

—————-
Texti m. mynd: Stóri-Meitill í Þrengslum
Höfundur: Ingimar Ólafsson Waage

Fræðslukvöld sjúkrahópur

Fimmtudaginn 27. október verður sjúkrahópur með fræðslukvöld þar sem að farið verður yfir Sögu skráningu og þríhyrningakerfið. Fyrirlesturinn byrjar klukkan 19 og eru allir velkomnir, fullgildir jafnt sem nýliðar 1 og 2. Skráning er hafin á D4H.
Saga skráning og þríhyrningakerfið eru tæki sem allt björgunarfólk á að hafa á hreinu og því er þetta kjörið tækifæri til að rifja upp, nú eða kynnast því í fyrsta skipti.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Árshátíð HSSR 2011

Hin unaðslega Árshátíð HSSR verður haldin þann 29. október næstkomandi í skíðaskála Víkings og ÍR í Bláfjöllum.
Erikurallið mun að sjálfsögðu ekki vanta, það mun fara fram frá kl 12:00 til 15:00 á höfuðborgarsvæðinu og búist er við trylltri keppni þar sem vöðvar og vit verða þanin til hins ýtrasta.

Eftir það gefst tími til að skola af sér svitann, blóðið og tárin og skottast jafnvel í eitt fyrirpartý eða svo.
Rútur munu leggja af stað frá M6 kl 18:30 og sækja fólk í teitin, ef eftir því er óskað og rúlla svo í gleðina þar sem grillmeistarar HSSR ætla að refsa kétinu.

Eftir máltíð lífsins mun dansinn heltaka kroppinn fram eftir nóttu undir rythmískum nótum tónelskra manna. Rúturnar munu svo ferja mannskapinn til baka í Rvk city um tvöleytið.

Miðaverðið er 4000kr, reikningsupplýsingar:

Nafn Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Kennitala 521270-0209
Reikningsnúmer 0301-26-102729

Ekki gleyma að senda staðfestingu á e-mail þegar greitt er: arshatid@hssr.is !

—————-
Texti m. mynd: Gulldrengirnir á góðri stundu á árshátíð HSSR 2010
Höfundur: Íris Mýrdal Kristinsdóttir

Neyðakall

Sala á Neyðarkalli fer fram dagana 3. til 6. nóvember 2011 og í ár verður Neyðarkallinn kona, með bakpoka og skíði Í næstu viku verður hafist handa við að skipuleggja söluna og þá verður haft samband við þig. Eins og venjulega geta félaga selt á sínum vinnustað og síðan verður sala við verslunarmiðstöðvar og fjölfarna staði.

Stjórn HSSR hvetur alla félaga til að gefa sölunni tíma, starfið er með allra besta móti og mikilvægt að við getum haldið því þannig áfram. Vægi þessarar fjáröflunar hefur sífellt aukist fyrir HSSR.

Sjáumst í sölunni – stjórn HSSR

—————-
Texti m. mynd: 2010 kallinn
Höfundur: Haukur Harðarson

At expedition six

Arctic Trucks er nú að ljúka smíði á AT Expedition SIX, sexhjóla bíl sem byggður er á Toyota Hilux. Bíllinn er smíðaður fyrir verkefni á suðurskautslandinu og verður til sýnis í verslun Arctic Trucks að Kletthálsi 3, mánudaginn 10. október.

Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru sérstaklega boðnir velkomnir milli klukkan 17:00 – 19:00. Klukkan 17:30 munu Gísli Jónsson frá Arctic Trucks og Tony Martin, frá Extreme World Races, halda stutta kynningu á metnaðarfullum leiðöngrum sem framundan eru á þessu ári.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Hjálparsveitarfótboltinn

Hjálparsveitarboltinn byrjar loksins næsta miðvikudag. Spilað verður á gervigrasi frá 22.00-23.00 í Fífunni í Kópavogi. Allir eru velkomnir, nýliðar sem fullgildir, ungir sem aldnir, konur sem karlar. Athugið að þar sem þetta er seinasti tími kvöldsins þá er búningsklefi ekki í boði heldur verða menn að mæta tilbúnir. Hjálparsveitin niðurgreiðir boltann líkt og Ketilbjölluleikfimina en mönnum er velkomið að mæta og athuga hvort þeir finni sig með okkur áður en þeir ákveða hvort þeir ætli að vera með í vetur.

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Fundur hjá Þriðju bylgjunni á mánudag kl 20:00

Mánudaginn 10 október kl 20:00 verður stofnfundur nýs útkallshóps sem ber vinnuheitið þriðja bylgjan.

Fundurinn er opinn öllum félögum HSSR og þó einkum hugsaður fyrir þá sem eru ýmist ekki starfandi eða mjög lítið starfandi en gætu vilja koma aftur í starfið á sínum forsendum. Þetta eru bæði „gamlir“ ´félagar og ekki svo gamlir félagar sem hafa minnkað eða dottið út úr starfinu. Ef þú veist um einhvern sem gæti haft áhuga væri gott að láta viðkomandi vita af fundinum.

Það hefur lengi verið erfitt að sjá eldri en öfluga félaga falla á gleymsku og dá og frétta svo síðar að enn er brennandi áhugi til staðar. Oft er tími lítill, fjölskylda, vinna og önnur áhugamál tímafrek en HSSR gleymist ekki svo glatt enda stór hluti af lífi margra um árabil. Þegar þetta gerist eiga margir erfitt með að láta áhugann í ljós og hugsa gjarnan:

Skyldi nokkur þekkja mig. Er ég ekki orðin of gamall. ( þið eru varla eldri en þeir sem rita undir þetta ) Það sem ég kunni er rykfallið og úrelt Og síðast en ekki síst hvernig get ég byrjað aftur.Því hefur verið ákveðið að sameina útkall 2 og 3 í nýjum útkallshóps með eftirfarandi eiginleika.

Útkallshópurinn heitir 3ja bylgjan (vinnuheiti Ekki er gerð krafa um mætingu hvorki í útköll eða önnur verkefni á vegum sveitarinnar Eru á útkallslista og fá SMS í þriðju umferð útkalls. Svara þarf útkalli með SMS með upplýsingum um hvort og þá hvenær þeir muni mæta. Félagar á listanum geta verið starfandi í öðrum einingum innan sveitarinnar óháð útkallshóp og eru hvattir til þess áfram. Boðið verður upp á upprifjun í t.d. fyrstu hjálp, leitartækni og fjarskiptum. (mæting ekki skilyrði ) Miðað við að hittast öðru hvoru yfir veturinn og rifja upp og/eða bara til að spjalla og taka stöðuna. Á fundinum munum við fara yfir þetta og heyra í ykkur hvernig við ættum að hafa þetta. Ef þið komist ekki á fundinn en viljið samt fylgjast með er bara að segja það. Eftir spjallið skoðum við nokkrar myndir. Reiknum með ca. klukkutíma spjalli.

Nánari upplýsingar:

Andrjes Guðmundsson andrjes@gemlir.net GSM 848 8404

Arngrímur Blöndahl arngrimur@stadlar.is GSM 8602797

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Uppstilling til stjórnar haustið 2011

Uppstillingarnefnd gerir hér með heyrinkunnugt að á næstkomandi aðalfundi losnar um þrjú sæti í stjórn HSSR. Félögum er bent á að öllum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnar HSSR og er hér með óskað eftir tilllögum eða framboðum, sem senda má í halfdana hjá gmail.com.

Uppstillingarnefnd,
Brynja, Hálfdán og Einar

—————-
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Palli Sveins fimmtugur.

Páll Sveinsson fyrrum undanfari og undanfaraforingi í HSSR varð fimmtugur fyrir ekki löngu.
Félagar hans í flokknum Komasérundanogfara brugðu ekki út af hefðbundinni afmælisgjafahefð að þessu sinni eins og lesa má hér: http://www.visir.is/fekk-steypuklump-i-afmaelisgjof/article/2011710039991 Þeir sem eiga svona vini þurfa ekki að eiga óvini.Til hamingju með fimmtugsafmælið Palli.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson