Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Landshlutafundur Slysavarnarfélagsins Landsbjörg

Næsti landshlutafundur verður haldinn laugardaginn 24. mars næstkomandi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði frá kl. 9-17. Frá klukkan 9-11 munu stjórn SL og stjórnir eininga á svæði 1 og 2 funda og kl. 10:50 byrjar kynning á innrasvæði félagsins ásamt heimasíðu fyrir alla félagsmenn. Um klukkan 11 byrja svo málstofur um ýmis mál félagsins og standa þær fram eftir degi.

Skráning er á innra svæði SL. Dagskrá fundarins í heild sinni er hér.

—————-
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson

Sveitarfundur 20.mars

Reglulegur sveitafundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 20. mars kl. 20.00.

Dagskrá Skýrsla stjórnar og útköll síðasta tímabils – Stikuverkefni – Flugeldavertíð – Nýtt Innskráningskerfi, D4Hog SMS móttaka – Afmælisárið 2012 – HSSR 80 ára – Landshlutafundur SL á höfuðborgarsvæðinu – Inntaka nýrra félaga – Kaffi – Tækjavalsnefnd gerir grein fyrir sínum hugleiðingum – Útkallsskipulag á Keflavíkurflugvelli – Önnur mál

Sjáumst Stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í flóðum

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða öllum áhugasömum á fyrirlestur um snjóflóðaöryggisbúnað og lífslíkur í snjóflóðum. Farið verður í virkni mismunandi búnaðar og hvernig hann miðar að því að auka lífslíkur þess sem grefst í snjóflóði.

Enginn er ferðast að vetrarlagi til fjalla á að láta þennan fyrirlestur framhjá sér fara. Ferðumst örugg til fjalla.

Fyrirlesturinn er í boði á tveimur stöðum samtímis. Í Reykjavík í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og á Akureyri í húsnæði Súlna að Hjalteyrargötu 12. Í báðum tilfellum hefst hann kl. 20:00

—————-
Texti m. mynd: Bakpoki með ABS snjóflóðarvörn
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Hálendisvakt Landsbjargar

Skráning í Hálendisvakt Landsbjargar er hafin. Fyrirkomulag mun verða svipað og verið hefur síðustu ár og gert verður út frá Kjöl, Nýjadal, Landmannalaugum og Drekagili. Fyrsta vakt byrjar 22. júní og lýkur verkefninu í lok ágúst. Hver vakt er ein vika (frá föstudegi kl 18 til föstudags kl 18) og er ætlast til þess að sveitir hittist á vaktaskiptum.

Stjórn HSSR stefnir á að senda hópa á vaktirnar, ef áhugi er fyrir slíku hjá félögum. Til þess að vera með fullgildan hóp þarf 3 félaga á öll svæði nema Fjallabak, en þar er óskað eftir 6 manns og tveimur bifreiðum.

Þeir félagar sem hafa hug á að taka þátt í Hálendisvaktinni í sumar er bent á að senda beiðni um stað og stund á ritari@hssr.is þar sem fram koma upplýsingar um hverjir eru innan hópar (nafn, netfang, gsm númer og sérhæfð námskeið).

Stjórn bendir einnig á að síðustu ár hefur verið mikil aðsókn í vaktirnar og hafa færri komist að en viljað. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

—————-
Texti m. mynd: Túristar aðstoðaðir á Sprengisandi
Höfundur: Kristjón Sverrisson

Auglýst eftir framkvæmdastjóra SL

Auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Óskað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi til að sinna einstaklega fjölbreyttu, lifandi og krefjandi starfi. Umsjón með ráðningarferlinu hefur ráðningarstofan Intellecta. Auglýsinguna um starfið má sjá
http://www.landsbjorg.is/assets/felagidfrettirogutgafapostlistiskjol/auglysing.pdf

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Stóri dagurinn 2012!

Nú er komið að Stóra deginum! Hann verður haldinn laugardaginn 18. febrúar og kemur í staðinn fyrir árlegu Gufuskálaferðina sem mikill rómur fer af.

Boðið verður upp á verkefni af mismunandi erfiðleikastigum á nokkrum sviðum svo allir eigi að geta haft hvort tveggja gagn og gaman af. Hjálparsveitarstarfið verður rauði þráðurinn en meðal verkefna verða rötun, leitar- og böruþrautir, klifur, sig og línuævintýri.

Verkefnin skal leysa í 3-4 manna hópum en tækifæri verður til að mynda lið úr stöku fólki og pörum um morguninn. Við viljum því hvetja sveitarfólk til að koma með vini sína og vandamenn, kynna þeim starfið í sveitinni og eiga með þeim góðan dag.

Mæting er laugardagsmorguninn klukkan 10 upp í M6 þar sem hóparnir fá vegabréf til að safna saman stigum fyrir leyst verkefni. Deginum lýkur svo með grilli þar sem glæsimennin í Eriku sjá um að fæða lúinn mannskapinn. Þar verður og farið yfir frammistöðu hópanna og viðurkenningar veittar.

Ekki þarf að mæta með neinn sérlegan búnað umfram fatnað sem hæfir veðri, góða skó, eitthvað nesti og svo góða skapið.

Skráning er á D4H. Fyrirspurnum og skráningu utansveitarfólks skal beint á netfangið martin@swift.is.

—————-
Texti m. mynd: Frá Björgunarleikunum á Hellu 2011.
Höfundur: Martin Swift

Vetrarferð bílahóps

Síðustu helgi fór Bílahópur í árlega vetraræfingaferð. Sex bílahópsmenn renndu á Reyk 2 og 3 upp á Kjöl á föstudagskvöld og gistu þar í Gíslaskála í Svartárbotnum.

bvLaugardaginn var ekið norður eftir og hjakkað í illu færi og lélegu skyggni langleiðina á Hveravelli. Reyndist það hin besta æfing og héldu félagarnir lúnir eftir mokstur í kulda og krapiaftur suður í skálann.

Þá hittu bílahópsmenn fyrir þrjá kappa úr sleðahóp sem renndu út eftir til þeirra í æfingaferð og gistu hjá þeim seinni nóttina. Sunnudaginn gerði svo blíðu mikla og fínt færi svo tekinn var stuttur útúrdúr upp í Skálpanes á leiðinni heim í bæinn.

—————-
Texti m. mynd: Kerlingarfjöll í blíðviðri
Höfundur: Martin Swift

Hópstjóranámskeið 27 og 28 febrúar

HSSR stendur fyrir tveggja kvölda hópstjóranámskeiði 27 og 28 febrúar.

Um er að ræða grunnnámskeið í hópstjórn og miðað að þörfum og starfi HSSR. Námskeiðið er ekki það sama og SL er með.

Námskeiðið er opið öllum fullgildum félögum HSSR og eru allir sem hafa áhuga á að vera hópstjórar í aðgerðum hvattir til að mæta.

Skráning er hafin á D4H.

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Minnt er á fyrlesturinn í kvöld, 7. febrúar kl. 20

Jón Gauti Jónsson fararstjóri og fjallaleiðsögumaður, mun flytja fyrirlestur um örlagaríka gönguferð á Skessuhorn að vetrarlagi 28. mars 2009 þar sem kona hrapaði niður fjallshlíðina og umfangsmikill björgunarleiðangur fylgdi í kjölfarið.
Slysið varð í ferð gönguhópsins Toppafara en á heimasíðu þeirra má lesa frásögn ferðafélaganna af atvikinu: http://www.fjallgongur.is/tindur21_skessuhorn_280309.htm

—————-
Texti m. mynd: Trausti, undanfari HSSR með þeim fyrstu á staðinn!
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson

Hópstjóranámskeið 27. og 28. febrúar

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir ferla við útkall, ábyrgð/skyldur hópstjóra, samskipti við svæðis/vettvangsstjórn, aðkoma á slysavettvang o.fl. Námskeiðið er grunnnámskeið í hópstjórn, sniðið að þörfum HSSR og tekur mið af skipulagi sveitarinnar í útköllum. Námskeiðið er ekki samþykkt af SL sem hópstjóranámskeið en félögum er að sjálfsögðu einnig heimilt að sækja námskeið Björgunarskólans.

Námskeiðið er opið öllum fullgildum félögum sem hafa áhuga á hópstjórn jafnt í nútíð sem framtíð. Góður grunnur fyrir verðandi hópstjóra og góð viðbót fyrir núverandi hópstjóra. Um er að ræða tveggja kvölda námskeið 27. og 28. febrúar frá kl. 19.00 til 22.00 bæði kvöldin.
Byggt verður á stuttum fyrirlestrum og æfingum. Skráning er hafin á D4H

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson