28 Nýliðar héldu upp á hellisheiði snemma morguns laugardaginn 14. Janúar. Leiðin lá upp í Sleggjubeinsskarð þaðan sem ganga átti um Innstadal í skátaskálana 3, Þrymheima, Kút og Bælið. Mikil veðurblíða tók á móti okkur í Sleggjubeinsskarði en þar blés hressileg og rigndi vel. Allir fengu að prófa hvort að pollagallinn virkaði og voru menn mis ánægðir með gallana. Eftir góða pásu tóku við hrikalega metnaðafullar fjallamensku æfingar fram á kvöld og var mál manna að langt sé síðan að aðrar eins kúnstir við ísaxarbremsu hafa sést.
Á sunnudeginum var svo komin þessi rjómablíða og allskyns kúnstir kenndar. Dagurinn endaði svo með stuttu rölti að neyðarskýlinu við Suðurlandsveg þar sem okkar ástkæru bílaflokksmenn sóttu okkur og komu okku öllum í bæinn.
Undanfara vilja þakka$ mjög efnilegum nýliðahóp fyrir helgina og vonandi að allir hafi lært eitthvað og skemmt sér vel.
Einar Ragnar var auðvitað með myndavélina og hér er hlekkur á myndirnar hans:
—————-
Texti m. mynd: Hressir nýliðar að hvíla sig eftir erfiðar æfingar
Höfundur: Kári Logason