Fjallamennska 1

28 Nýliðar héldu upp á hellisheiði snemma morguns laugardaginn 14. Janúar. Leiðin lá upp í Sleggjubeinsskarð þaðan sem ganga átti um Innstadal í skátaskálana 3, Þrymheima, Kút og Bælið. Mikil veðurblíða tók á móti okkur í Sleggjubeinsskarði en þar blés hressileg og rigndi vel. Allir fengu að prófa hvort að pollagallinn virkaði og voru menn mis ánægðir með gallana. Eftir góða pásu tóku við hrikalega metnaðafullar fjallamensku æfingar fram á kvöld og var mál manna að langt sé síðan að aðrar eins kúnstir við ísaxarbremsu hafa sést.

Á sunnudeginum var svo komin þessi rjómablíða og allskyns kúnstir kenndar. Dagurinn endaði svo með stuttu rölti að neyðarskýlinu við Suðurlandsveg þar sem okkar ástkæru bílaflokksmenn sóttu okkur og komu okku öllum í bæinn.

Undanfara vilja þakka$ mjög efnilegum nýliðahóp fyrir helgina og vonandi að allir hafi lært eitthvað og skemmt sér vel.

Einar Ragnar var auðvitað með myndavélina og hér er hlekkur á myndirnar hans:

—————-
Texti m. mynd: Hressir nýliðar að hvíla sig eftir erfiðar æfingar
Höfundur: Kári Logason

Fjallamennska 1

Fjallamennska I verður haldin 7.-9. nóvember. Mæting er á M6 kl. 18:00 á föstudag og við gerum ráð fyrir að vera komin tilbaka og búin að ganga frá kl. 18 á sunnudag.

Námskeiðið er haldið til fjalla og gist er í skála án hita og rafmagns. Alla helgina verðum við á göngu í erfiðu fjalllendi með allan búnað á bakinu ásamt því að við gerum æfingar í fjallamennsku.

—————-
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Fjallamennska 1

Nú líður að námskeiðinu Fjallamennska 1 sem verður haldið 7.-9. nóvember. Námskeiðið er haldið uppi á hálendinu og er þjálfun í vetrarferðarmennsku. Námskeiðið er að sjálfsögðu skylda fyrir alla nýliða I og forsenda fyrir þátttöku er að hafa lokið námskeiðunum: Rötun og ferðamennska, og Kvöldstund með Undanförum.

Skráning á námskeiðið er þegar hafin í netfanginu: undanfarar.namskeid@gmail.com, en lokað verður fyrir skráningu eftir næstu helgi. Frekari upplýsingar varðandi námskeiðið berast innan tíðar í tölvupósti.

Hin svokallaða "Kvöldstund með Undanförum" er undirbúningur fyrir námskeiðið og því líka skyldunámskeið. Þátttaka í Kvöldstundinni er forsenda fyrir þátttöku í Fjallamennskunámskeiðinu. Mæting er í kvöldstundina kl. 18 þriðjudagskvöldið 4. nóvember, búin til göngu með bakpoka sem vigtar a.m.k. 12 kg. Frekari upplýsingar berast innan tíðar.

Bestu kveðjur,
Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Á námskeiði í fjallamennsku
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Fjallamennska 1

Þótt veðurfræðingarnir sendu okkur illviðri og hrakspár þá var mottóið “Bannað að beila í bænum” í hávegum haft og ákveðið að drífa af námskeið í fjallamennsku helgina 10-12. nóv. Fyrri ferðaplön fóru þó öll út um þúfur og 12 leiðbeinendur og Undanrennur, 25 nýliðar og 4 bílstjórar héldu því í Hólaskóga á föstudagskvöldi.

Á meðan nýliðarnir æfðu rötun í norðanrokinu freistuðu bílaguttarnir þess að kanna aðstæður til kennslu nærri Hrafntinnuskeri. Færðin var erfið og á laugardegi var því einungis keyrt áleiðis inn á Landmannaleið og svo gengið inn í Landmannahelli, enda lúxusinn í Hólaskógum talinn of mikill fyrir aðra næturdvöl þar.

Á göngunni voru helstu fjallafræðin kennd og æfð í þaula en í Hellinn komust svo allir undir kvöld. Þar tók við mikil átveisla og gamaninu lauk ekki fyrr en undir miðnættið. Sunnandagurinn heilsaði með blindhríð sem síðar
breyttist í kunnuglegt sunnanslagveður. Það gafst enginn tími fyrir hangs og því arkað tilbaka í bílana á góðum millitíma. Allir komu þeir aftur eftir velheppnaða ferð en ég man ekki eftir efnilegri nýliðum síðan á Fjallamennsku 1 í Tindfjöllum haustið 2000…

Einhverjar myndir úr ferðinni eru komnar á vefinn, m.a. frá Björk á “http://myndir.bjork.ws/fjalla1”.

—————-
Texti m. mynd: Þrír vaskir félagar mæla út bil fyrir línugöngu.
Höfundur: Hálfdán Ágústsson