Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Húsið að komast í eðlilegt horf

Það er búið að bera á gólf í byrgðageymslu, allir flugeldar komnir úr húsi og allt klárt til að flytja inn að nýju eftir flugeldasölu. Stjórnendur útkallshópa eru beðnir um að ganga í það að koma útkallsbúnaði og öðrum búnaði aftur a sinn vísa stað. Auðvitað má einnig breyta, færa til og endurskipuleggja, nú er tækifærið. Umsjónarmenn með almennum búnaði eru beðnir að koma honum á sinn stað.

Gert er ráð fyrir að borið verði á gólf í tækjageymslu í kvöld, 11. janúar en þó að það sé gert er upplagt að vinna í byrgðageymslu. Við stefnum að því að vera búin að koma okkur endanlega fyrir þann 16. janúar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Óveðursútkall – Hellisheiði

Um kl. 21.00 á mánudagskvöldið 9. janúar var sveitin kölluð út vegna óveðurs og ófærðar á Hellisheiði. Alls fóru fjórir bílar frá okkur að sinna útkallinu og yfir 20 félagar komu að þvi. Aðgerðin gekk vel og fólst aðalega í því að ferja fólk niður af heiði og losa bíla sem komu í veg fyrir að hægt væri að ryðja. Aðgerðin stóð fram eftir nóttu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Óveðursútkall á Reykjavíkursvæðinu

HSSR var kölluð út um 2-leytið aðfararnótt 6.janúar ásamt nokkrum sveitum af höfuðborgarsvæðinu. Talsverð snjókoma var, skafrenningur og ófærð, og margir bílar fastir í úthverfum. Fóru báðir jepparnir út með 3 menn hvor til aðstoðar. Fjölmörg verkefni af ýmsum toga voru leyst, þar til veðri fór að slota. Lauk aðgerðum um 6-leytið. Samtals komu 8 manns að útkallinu.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem

Þrettándasala á flugeldum

Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun selja flugelda að Malarhöfða 6 fimmtudaginn 5.janúar og föstudaginn 6. janúar. Báða daganna verður sölustaðurinn opinn frá 14.00 til 21.00. Staðsettningu má sjá nánar á korti sem kemur upp ef þú smellir á borðan hér fyrir ofan.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugeldagleði

Fyrir þá sem ekki fengu nægju sína á gamlárskvöld bendum við á http://wimp.com/londonfireworks/ þar sem sjá má miðnæturflugeldasýningu í bænum London. Þessi sýning virðist slaga upp í sýningu HSSR og Vodafone á Menningarnótt.

Á laugardagskvöldið 7. janúar verður svo árleg FLUGELDAGLEÐI.
Hátíðin verður að þessu sinni haldin á SJÁVARBARNUM við GRANDAGARÐ ( í þarnæsta húsi við björgunarsveitina Ársæl), hefst kl. 20.30 og stendur til 23.30Einhverjar veitingar verða í boði flugeldanefndar auk lifandi tónlistar.
Undir miðnætti tekur hver sína stefnu eins og honum sínist best.

Allir félagar eru hvattir til að mæta í vinnu á laugardaginni, ef mæting verður góð má gera ráð fyrir að við förum langt með frágang. Gerum ráð fyrir að geta byrjað að raða inn í hús um miðjan mánuð eftir að búið verður að bera á gólf á neðrihæð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fundur með stjórnendum útkallshópa HSSR

Stjórn HSSR ásamt stjórnendum útkallshópa munu funda þriðjudaginn 17. janúar. Á fundinum munum við ræða starfið í hópunum, D4H og framtíð þess, þrifaplan fyrir M6, hópstjóranámskeið, nýtt skráningarkerfi inn í hús og afmælisár. Mikilvægt að allir stjórnendur útkallshópa mæti ef þeir eiga möguleika, skráning er hafin á D4H.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugeldasala gekk vel

Hjálparsveit skáta í Reykjavík vill þakka öllum þeim sem styrktu starf okkar með kaupum á flugeldum fyrir þessi áramót. Salan gekk vel og með henni hefur rekstur sveitarinnar verið tryggður næsta árið. Það er áberandi hversu mikill velvilji er með starfi björgunarsveita, margir hafa orð á því við okkur og það eflir okkar starf.

Takk fyrri stuðningin

Haukur Harðarson sveitarfoiringi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugeldasala

Eins og undanfarin 43 ár mun Hjálparsveit skáta í Reykjavík selja flugelda fyrir áramótin. Upplýsingar um sölustaði og opnunartíma finnur þú með þú með því að smella á borðan fyrir neðan þessa frétt. Þar getur þú einnig tekið þátt í léttum flugeldaleik og átt möguleika á að vinna fjölskyldupakka.

Flugeldasalan gerir okkur kleift að halda úti okkar starfi. Við þökkum fyrir stuðningin á liðnum árum og minnum ykkur á að umgangast flugelda með varúð. Gleðilegt ár.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Jólalegt á M6.

Nú er orðið jólalegt á Malarhöfða.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gaf HSSR jólatré sem að stjórnin setti upp og skreytti í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem að skreytt jólatré er við húsið okkar.
Flugeldaskiltið logar skært á þakinu og minnir okkur á að skila flugeldavinnuskráningu hið fyrsta til að auðvelda skipulag.

Til að skrá sig á almennar söluvaktir er smellt hér: http://bit.ly/flugeldar-2011-vaktir

Til að skrá sig í aðra vinnu, smiðir, rafvirkjar, öku og lagermenn, gáma og skiltagengi smella hér: http://bit.ly/flugeldar-2011-stodvaktir

Uppsetning flugeldasölustaða hefst í bítið þann 27. des og óskað er eftir félögum í almenna uppsetningavinnu frá kl. 14 og svo auðvitað í sem mesta vinnu alla daga til áramóta.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Vinnulistar

Nú fara að detta inn hjá ykkur vinnulistar vegna flugeldasölu. Mikilvægt er að þeim sé skilað inn fyrir jól því það þarf að vinna úr þeim, útbúa vaktaplön, matarpantanir og svo framvegis. Það er einnig mikilvægt að skila inn listum þó þú eigir ekki möguleika á að mæta. Það minnkar vinnu við úthringingar sveitarforingja um jólin.

Gott að að hafa í huga að erfitt er að byrja að mæta þegar örtröðin er byrjuð, það er betra að taka rólegri tíma í að læra. Mikilvægt er að mæta vel þann 27. desember, það er dagurinn sem við setjum upp allar búðir. Þá má gera ráð fyrir vinnu fram eftir kvöldi.

Sjáumst og hafið það gott um jólinn

Haukur Harðarson, sveitarforingi

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson