Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Neyðarkallinn 2013

Sala á Neyðarkallinum 2013 hefst nú á fimmtudaginn. Að þessu sinni er hann björgunarsveitarkona með fyrstu-hjálpar búnað. Við hvetjum alla til að sýna stuðning í verki og kaupa kallinn af einhverju af því fjölmarga björgunarsveitafólki sem verður að selja næstu daga.

Eins og fyrr kostar stykkið 1500 krónur og fer í uppbyggingu og þjálfun björgunarsveitafólks.

Neiðarkona

 

HSSR á Landsæfingu Landsbjargar

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór fram í Borgarfirði og nágrenni sl. helgi. Um 20 meðlimir HSSR í þremur hópum tóku þátt í verkefnum af ýmsum toga, m.a. aðkomu að hópslysi, fjallabjörgun, leit, fyrstu hjálp, björgun úr straumá og fleira.

Framboð fyrir aðalfund HSSR

Uppstillingarnefnd HSSR óskar hér með eftir tilnefningum til stjórnar HSSR. Tekið er við ábendingum frá öllum félögum en bent er á að aðeins fullgildir félagar geta boðið sig fram til stjórnarsetu.

Við minnum á að hlutverk uppstillingarnefndar er að sjá til þess að á aðalfundi séu komin framboð í öll laus sæti í stjórn og öðrum embættum sem kjósa skal í. Jafnframt minnum við á að hægt er að tilkynna um framboð, allt fram að kosningu á aðalfundi sem fer fram í nóvember.

Tölvupóstfang uppstillingarnefndar er uppstilling@hssr.is og þar er tekið við öllum tillögum að framboðum og öðrum hugrenningum ágætra félaga HSSR.

Bestu kveðjur frá uppstillingarnefnd HSSR,
Hálfdán, Helga og Helgi.

Sveitarfundur 24. september

Þann 24. september næstkomandi verður haldinn sveitarfundur HSSR á Malarhöfða 6.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir félagar hvattir til að mæta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá nýliða sem voru að hefja starf að fá innsýn í starf HSSR

Á fundinum verður meðal annars kynnt skýrsla stjórnar, farið yfir hópaskipulag, breytingar í nýliðaþjálfun, dagskrá sveitarinnar og viðburðir á næstunni, farið yfir styrki til námskeiða, áætlun útkallshópa næsta veturs og loks verður kynning frá félaga í sveitinni.

Stjórn hvetur alla félaga að fjölmenna!

Kynningarferð nýliða á Helgafell 5. september

Í góða veðrinu í dag, fimmtudag 5. september, verður farin kynningargönguferð á Helgafell.  Þar mæta bæði félagar í HSSR og nýliðar sem eru að hugsa um að hefja þjálfun í haust.  Þægilegur göngutúr þar sem nýliðar byrja að kynnast hver öðrum og einnig félögum í sveitinni.

Mæting á Malarhöfða 6 og brottför kl. 18:00.  Farið á bílum HSSR og einkabílum ef þörf er á.

Fyrsta námskeið nýliða hefst síðan miðvikudagskvöld 11. september og þá rennur einnig umsóknarfrestur út.  Umsóknarformið er hér.

Kynningarbæklingur er hér.

Avalanche operations Level 1

Frá Róberti Halldórssyni:

Síðastliðinn vetur lagði ég land undir fót til Kanada að sækja mér þekkingu í snjóflóðafræðum.  Kanada varð fyrir valinu þar sem þeir eru leiðandi í heiminum í snjóflóðafræðum og rannsóknum á því sviði og lá það vel við að læra þar sem hlutirnir voru fundnir upp.


Kanadísku snjóflóðasamtökin (Canadian Avalanche Assosiation eða CAA) hafa verið að störfum í 20 ár og verið leiðandi í snjóflóðarannsóknum, snjóflóðahættumati og snjóflóðaspám fyrir vegagerð og öryggi almennings. Snjóflóðastofa eða Canadian Avalanche Center var svo sett á fót árið 2004 sem vettvangur til að sameina rannsóknir, kennslu og halda utan um upplýsingar í fræðigreininni. Stofnunin er ekki ríkisfyritæki og er ekki rekin með gróðasjónarmiði heldur til þess að auka öryggi og þekkingu almennings og halda þekkingu og kennslustöðlum uppi á háu stigi. Continue reading

SAREX 2013

Sunnudaginn 1. september fer 8 manns úr búðarhópi til Grænlands til að taka þátt í æfingunni SAREX2013. Æfingin snýst um samhæfingu skipa og flugvéla í leitar- og björgunaraðgerðum samkvæmt Arctic Concil SAR samkomulaginu frá maí 2011. Æfð verða viðbrögð og aðstoð við skemmtiferðaskip í neyð á norðurheimskautssvæðinu. Hlutverk hópsins er að setja upp búðir í Meistaravík og á eyjunni Elle sem stuðningur við medical teymi frá Danmörku og Grænlensku/Dönsku lögreglunni. Er þetta annað árið í röð sem búðarhópur tekur þátt í samskonar æfingu á Grænlandi.

Hópurinn flýgur til Grænlands með bandarískri herflutningavél ásamt fjarskiptahóp frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, mönnum frá SHS og SL samtals 16 mans. Á mánudaginn er ráðgert að hluti hópsins fljúgi áfram með þyrlum til eyjarinnar Elle og setji upp búðir þar. Ráðgert er að búðarhópur flugi heim frá Grænlandi föstudaginn 6. september.

Á æfingunni taka einnig þátt hópur falhlífastökkvara frá FBRS og 25 björgunarsveitarmenn frá 5 sveitum sem leika „skipsbrotsmenn“ þ.e. eru 5 úr sjúkrahópi HSSR. Sjúkrahópurinn flýgur til Grænlands 3. september.

Langar þig til að starfa með björgunarsveit?

Kynningarfundur nýliða í Hjálparsveit skáta í Reykjavík verður þriðjudag 3. september í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 kl. 20:00. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi björgunarsveitar, ert 18 ára eða eldri, í góðu líkamlegu og andlegu formi, átt gott með að vinna í hópi en getur líka sýnt frumkvæði, þá gæti þátttaka í HSSR verið eitthvað fyrir þig.

Þjálfunin tekur eitt og hálft ár þannig að nýliðar sem hefja þjálfun núna í haust geta gengið inn í sveitina í mars 2015.

Fyrsta námskeið vetrarins fyrir nýliða er námskeið í ferðatækni og rötun sem verður haldið að Úlfljótsvatni helgina 13. til 15. september.

Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kynningarfundinn.

Hálendisvakt 2013

Á morgun halda fyrstu hópar til starfa á hálendisvakt björgunarsveita en hún mun standa út ágúst mánuð. Einnig ætlar fjöldi sjálfboðaliða að standa vaktina á ÓB og Olís stöðvum víða um landið og afhenda fræðsluefni og hvetja til ábyrgra ferðalaga í sumar.

Stuðið hefst kl. 16 og vaktin verður staðin til 20 eða svo lengi sem birgðir endast. Ferðalöngum verða afhentir litlir pokar sem má nota sem ruslapoka í bílinn. Í þeim verður Safetravel harmonikuspjald, 112 póstkort, bæklingur frá Sjóvá, framrúðuplástur og TRYGGJÓ 🙂

Pokanum fylgja svo góð ráð ef óskað er eftir og hvatning til ábyrgra ferðalaga í sumar. Þetta hefur tekist vel síðustu árin og vonandi verður svo líka núna.

Olís mun bjóða afslátt af eldsneyti auk þess sem hluti innkomu rennur til félagsins. Þeir munu auglýsa daginn vel og verða m.a. með netleik þar sem spurt verður um undirbúninga ferðalaga. Sjóvá verður með prentauglýsingar og auglýsingar i útvarpi og við vonumst til að detta inn í sem flesta fjölmiðla.

Klukkan 16:30 leggja fyrstu hópar af stað til fjalla frá Olís í Norðlingaholti og munu formaður félagsins og framkvæmdastjóri fylgja þeim fyrstu metrana. Þangað verður einnig stefnt fjölmiðlamönnum en einnig verða staðarmiðlar hvattir til að heimsækja stöðvar í sínu héraði.

HSSR tekur sem áður þátt í Hálendisvaktinni og munu tveir hópar frá okkur manna stöðvar Norðan Vatnajökuls og á Fjallabak sitthvora helgina í kringum verslunarmannahelgi.

WOW Cyclothon 2013

Þessa dagana fer fram hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon, en þar er hjólað “hringinn” í miðnætursólinni.

HSSR á fjóra fulltrúa í fleiri en einu liði, en þar eru Benedikt Ingi Tómasson, Kjartan Þór Þorbjörnsson, Steinar Þorbjörnsson og Stefán Örn Kristjánsson.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna með því að vera málsvari þeirra, með fræðslustarfi, innlendum og erlendum verkefnum og í gegnum neyðaraðstoð.
Helstu áherslur Barnaheilla er að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Hægt er að fylgjast með stöðu keppenda á þessari síðu.

Tenglar á áheita og upplýsingasíður liðanna:
BikeCompany
Össur Racing