Category Archives: Útköll

Langur föstudagur föstudaginn langa

Föstudagurinn langi var langur fyrir björgunarsveitarfólk sem var við gæslu og félaga sem voru einfaldlega í útsýnisgöngu á Morinsheiði. Nokkrir félagar HSSR ásamt fjölda annara björgunarsveitarmanna tóku þátt í aðstoð vegna fjögurra óhappa sem urðu á leiðinni upp á Morinsheiði. Aðstæður eru mjög varasamar þar sem lúmsk hálka er á leiðinni og umferðin mjög mikil, enda áhugu mikill á því að sjá fallega hrauntaumana af Morinsheiðinni.

Tvær manneskjur meiddust á öxl við Kattahryggi, maður meiddist á ökla fyrir neðan Kattahryggi (Strákagil) og þurfti línuvinnu til að koma honum á hentugan stað fyrir þyrlu. Að lokum meiddist kona á hné og þurfti að bera hana niður fönnina utan í Heiðarhorni og var löng byð eftir þyrlu. Kúlutjald HSSR kom að góðum notum. Frekari lýsingar er að finna t.d. á mbl.is og hér.

—————-
Texti m. mynd: Sigrún HSSR og Simbi HSG hlúa að sjúkling.
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Eftirlit og aðstoð við Fimmvörðuháls næstu daga.

Að beiðni Landsstjórnar er óskað eftir björgunarsveitarfólki til að taka að sé gæsluvaktir á við eldstöðina á Fimmvörðuhálsi og á leiðunum í kring næstu daga. Bæði er um að ræða gæslu á nóttu og degi. Gert er ráð fyrir þremur hópum yfir nóttina en allt að sex hópum yfir daginn. Hver hópur verður ca fjórir menn á einum bíl.

HSSR hefur þegar ökumenn á einn bíl frá fimmtudegi til sunnudags og jafnvel á morgun miðvikudag ef fleira fólk fæst með.
Eingöngu fullgildir félagar geta tekið þátt í þessu verkefni.

Ef þú hefur áhuga á að vera á vaktinni dag, nótt eða lengri tíma sendu þá póst á hssr@hssr.is helst í dag, þriðjudag, og tilgreindu hvenærþú getur tekið þátt.

—————-
Texti m. mynd: Ferðafólk við eldstöðina.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Innanbæjarleit

Kallað var til leitar á mánudagskvöldið og var um að ræða leit að eldri manni innanbæjar. Um 25 félagar fóru til leitar og fannst maðurinn heill á húfi eftir um það bil 40 mínútna leit. Margir félagar voru á M6, verið var að þrífa og ganga frá eftir Langjökulsútall. Viðbragðið á fyrstu hópum var því talið í örfáum mínútum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit á Langjökli

Sunnudaginn 14. feb var sleða og snjóbílaútkall á Langjökul. Leitað var að tveim einstaklingum sem höfðu orðið viðskila við hóp og fundust þau heil á húfi aðfaranótt mánudags.

Veður var slæmt og skyggni lítið sem ekkert. Frá HSSR fóru sex sleðar, snjóbíllinn Boli ásamt vörubíl ásamt þrem jeppum með kerrum. Alls voru um 15 félagar í þessum hóp auk félaga í stjórnstöð og svæðisstjórn. Viðbragð sveitarinnar var ágætt og voru sleðar og snjóbíll komnir úr húsi um 50 mín eftir að kallað var út.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Nærvera sálar

Í útkalli nýlega þótti svæðisstjórn nauðsynlegt að senda í loftið áminningu til björgunarmanna að samskipti við fjölmiðla færu eingöngu í gegnum Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Góð ábending og þörf. Í framhaldi af þessu fór ég að hugsa um alla þá möguleika sem bjóðast til umfjöllunar. Hver er ekki á Facebook, Tvitter eða bloggar um sitt líf. Allt gott um það að segja, auðvitað er hverjum og einum það í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar hann birtir um sig. Skemmtileg viðbót við lífið ef rétt er farið með.

Í eiðstaf HSSR er sérstaklega tekið á trúnaði og gáleysislegum orðum. Ég hef haft eina reglu varðandi umfjöllum um útköll. Hún er einföld, ég ræði þau ekki utan HSSR, hvorki í ræðu eða riti. Reglan er það einföld að ég þarf aldrei að hugsa mig um hversu miklar upplýsingar ég læt frá mér og stöðu minnar vegna fæ ég mikið að spurnigum. Ég útskýri stundum að ég ræði útköll ekki vegna trúnaðar og flestir kaupa það. Ef það er ekki keypt er það ekki mitt vandamál.

Á Tvitter vefnum stendur þetta: Share and discover what"s happening right now, anywhere in the world. Svaka flott en á ekki við útköll björgunarsveita. Þau eiga að vera í trúnaði, bæði meðan á þeim stendur og einnig eftir að þau eru afstaðinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Útkall á Langjökul

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út þegar tilkynning barst um að tvær manneskjur hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. Undanfarar úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti hún á jöklinum. Frá HSSR fóru undanfarar og tækjamenn en auk þess voru gerðar ráðstafanir til að snúa tækjum og bílum sem voru við æfingar á Mýrdalsjökli á slysstað. Ekki reyndist þörf á þeirra aðstoð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Komin heim

Alþjóðaveitin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 02 síðustu nótt. Mikið var um knús og faðmlög sem eðlilegt er og einnig hlutu þau langt lófaklapp frá viðstöddum. Þau fögnuð íslenskri veðráðttu sérstaklega, enda mikill munur á henni og 30 til 40 stiga hita með flugna og maurabiti.

Búnaður sveitarinnar er á M-6. Unnið verður úr honum á næstu dögum. Sá búnaður sem varð eftir frá HSSR er uppblásna tjaldið og búnaður tengur því. Vatnshreinsibúnaður kom til baka.

—————-
Texti m. mynd: Á Keflavíkurflugvelli
Höfundur: Haukur Harðarson