Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Afmælissamæfing 2012

Afmælissamæfing HSSR 2012 verður haldin laugardaginn 24. nóvember nk. Þetta er útkallsæfing og verða þátttakendur boðaðir með SMS kl. 8 um morguninn, en hópar eiga að vera tilbúnir í verkefni kl. 9.
Í æfingunni verður reynt á ólíka þætti björgunarstarfsins. Þátttakendur eru beðnir um að gæta þess að vera vel merktir í Landsbjargarfatnaði og með allan venjulegan persónulegan öryggisbúnað.
Lokafrestur til skráningar er kl. 10 árdegis föstudaginn 23. nóvember og eru félagar hvattir til þess að gera grein fyrir mætingu sinni fyrir þann tíma.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson

Ofurhópurinn sigraði

Ofurhópurinn sigraði Erikurall HSSR þetta árið. Keppnin var mjög hörð þetta árið, um 16 lið tóku þátt í keppninni og erfiðleikastuðull var hár. Verðlaunin voru að sjálfsögðu afhent á árshátíðinni og á myndinni fagna þær stöllur glæsilegum árangri. Í þriðja sæti var lið Óstjórnar en eins og venjulega er liðið í öðru sæti gleymt.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Erikurallið 2012

Hefst klukan 13:30 10. nóv. sem er núna komandi laugardagur. Staðsetnig er við Siglingaklúbinn í Nauthólsvík. Sunnan við Háskólann í Reykjavík og við Ylströndina. Ef þú ratar ekki 849-2618. Reikna má með því að keppnin taki 3 tíma verdur hún blásin af eftir þann tíma. Hvet alla til að mæta enda býður staðsetningin upp á áhorfendur.

Til liða sem eru að takka þátt. Það er hjálmaskylda á liðunum. Búningsaðstaða er á staðnum svo mælt er með því að taka sparifötin með sér, eftir bað í pottinum. Sundfatnaður leyfður en ekki skylda í pottinum. Mælt er með því að mæta í fötum sem mega blotna og skemmast, en þau þurfa að vera hlý. Ekki skylda að vera í búningum en þeir veita mögulega aukastig ef fólk stendur sig illa í rallinu. Einnig þurfa kependur að mæta með koddaver sem má skemmast. Tekið er fram að þetta er kepnni og það má svindla ef dómara taka ekki eftir því og múta þeim til að líta undan. Lið þurfa vera mætt eigi siðar en 13.20. Leikar hefjast 10 mínútum síðar.
Dómarar í ár eru Halldór Ingi, Kári Logason, Kjartan Óli, Árni þór, Ásgeir Björnsson

—————-
Höfundur: Halldór Ingi Ingimarsson

Árshátíð, aðalfundur, miðasala og borðapantanir

Þá er aðalfundurinn á morgun þriðjudag, muna það.

Og á morgun lýkur miðasölu á árshátíðina á laugardaginn, sjá nánar: https://hssr.is/main/frettir.asp?t=2&id=1799

Þeir sem vilja sitja saman við borð á árshátíðinni þurfa að mæta á aðalfund, þar verð ég að skrá borðapantir. Til vara má senda mér línu með óskum á ornson@gmail.com.

Taka þarf fram hvað það eru margir í hópnum. Til viðmiðunar þá eru hringborðin í salnum best með, en hóparnir mega vera af öllum stærðum:

8 manns sleppur er ekki of lítið 9 manns allt í góðu10 manns besti fjöldinn11 manns hægt en örlítið þröngt

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson

Uppstilling til stjórnar HSSR haustið 2012

Uppstillingarnefnd HSSR gerir hér með heyrinkunnuga uppstillingu til stjórnar HSSR en kosið verður í stjórn á aðalfundi á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember.

Haukur Harðarson gefur kost á sér til sveitarforingja en kosið er til eins árs í senn. Kosið er um sæti meðstjórnenda til tveggja ára í senn.

Eftirfarandi sitja þegar í stjórn og eiga 1 ár eftir:

Kristjón SverrissonEinar Ragnar SigurðssonEftirfarandi gefa kost á sér í 4 laus sæti í stjórn:

Hilmar Már Aðalsteinsson (hefur nýlokið setu í stjórn) Sigþóra Ósk Þórhallsdóttir (hefur nýlokið setu í stjórn) Þorbjörg Hólmgeirsdóttir Tómas Gíslason Jafnframt er kosið um nýjan félagslegan endurskoðanda en Svava Ólafsdóttir býður sig fram í embættið.

Félögum er bent á að öllum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnar HSSR.

Uppstillingarnefnd,
Hálfdán, Helgi og Helga

—————-
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Aðalfundur HSSR 2012

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Malarhöfða 6 og hefst klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti:
1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra2. Fundarstjóri skipar fundarritara3. Inntaka nýrra félaga4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR6. Skýrslur nefnda7. Lagabreytingar8. Kosningar9. Önnur mál
Til að fundur geti hafist þarf þriðjungur fullgildra félaga að mæta. Við biðjum því félaga að mæta tímanlega.

—————-
Höfundur: Kristjón Sverrisson

Afmælisárshátíð 2012

Afmælisárshátíð HSSR verður haldin á Icelandair hótel Reykjavík Natura laugardaginn 10. nóvember. Húsið opnar klukkan 19.30 með fordrykk og síðan verður sest til borðs kl. 20.00. Miðaverð er aðeins 6.500 kr. Miðasala er hafin og lýkur þriðjudaginn 6. nóvember. Greitt með millifærslu inn á reikning HSSR númer 0301-26-102729, kennitala 521270-0209. Við viljum hvetja alla félaga HSSR starfandi sem minna starfandi til að mæta, rifja upp skemmtileg ár og njóta þess að vera með skemmtilegu fólki. Nánari upplýsingar í kynningarblaði geymt undir hlekknum gögn hér á siðunni.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson

Björgun

Ráðstefnan Björgun verður haldin 19. til 21. október á Grand hotel Reykjavík. Yfir 60 fyrirlestrar verða í boði auk kynningarbása. Dagskrá stendur frá föstudegi til sunnudags og ráðstefnugjald er 12.500 krónur. Fyrirlestrar á erlendu tungumáli er þýddir á íslensku. HSSR greiðir fyrir félaga með því skilyrði að þeir sjái sér fært um að vera virkir á ráðstefnunni (nokkrir fyrirlestrar) og hafi verið virkir í starfi sveitarinnar á undanförnu ári. Þetta gildir einnig fyrir N-II.

Hér er um að ræða svokallaða brons áskrift að ráðstefnunn HSSR félagar eru hvattir til að kynna sér dagsrá og skoða hvort þeir eigi ekki erindi á nokkur erindi – ) Þáttaka á námskeið sem eru í boði samhliða ráðstefnunni er samkvæmt reglum HSSR um námskeið.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Alls tóku 29 félagar HSSR þátt í flugslysaæfingu í dag á Reykjavíkurflugvelli. Alls tóku um 100 félagar SL þátt í æfingunni.

Hlúa þurfti að rúmlega 100 sjúklingum, greina og flytja þá mest slösuðu á sjúkrahús.

Æft var samkvæmt drögum að nýrri viðbragðsáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll.

—————-
Texti m. mynd: Ekki vantaði fjarskipti á Reykjavíkurflugvelli.
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Vilt þú verða Undanfari?

Undanfarar eru hópur innan HSSR sem sérhæfir sig í leit og björgun við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi. Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og er að jafnaði um 5 manna hópur í þjálfun hverju sinni sem tekur virkan þátt í öllu starfi að undanfaraútköllum undanskildum.

Nú leitum við að tveimur einstaklingum sem hafa áhuga á að koma að starfa með hópnum. Leitað er eftir fullgildum félögum sem sjá fram á að starfa með hópnum til lengri tíma þar sem þjálfunarferli undanfara tekur tvo vetur.

Áhugasamir sendi umsókn í tölvupósti á Danna á dam3[hjá]hi.is. Í umsókninni þarf að koma fram meðal annars hversu mörg ár þú hefur verið í hjálparsveit, hvaða auka námskeiðum þú hefur lokið og hvers konar fjallamennskureynslu þú hefur. Athugið að í þjálfun með Undanförum er þess krafist að menn sæki sér stöðugt aukna fjallamennskureynslu á eigin vegum jafnframt því æfa með Undanförum. Allar nánari spurningar um það hvað felst í starfinu eru mjög velkomnar.

Umsóknarfrestur er út sunnudaginn 7. október.

Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Við viljum þig!
Höfundur: Daníel Másson