Hægt er að styrkja Hjálparsveit skáta í Reykjavík án þess að kaupa flugelda. Að neðan eru upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja sveitina:
Reikningsnúmer: 311-26-2729
Kennitala: 521270-0209
Takk fyrir stuðninginn!
Hægt er að styrkja Hjálparsveit skáta í Reykjavík án þess að kaupa flugelda. Að neðan eru upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja sveitina:
Reikningsnúmer: 311-26-2729
Kennitala: 521270-0209
Takk fyrir stuðninginn!
Risaflugeldasýning í boði Flugeldamarkaða björgunarsveitanna verður haldin við Perluna í Öskjuhlíð í kvöld 28.12 kl 18:00. Þar gefst fólki kostur á að taka smá forskot á sæluna og virða fyrir sér frábæra ljósadýrð og allt hið flottasta í flugeldum í dag.
Þar sem oft hefur verið mikill mannfjöldi á þessari flugeldasýningu er rétt að benda fólki á að hún sést víða að og nýtur sín ekki síður úr örlítilli fjarlægð, t.d. úr Kópavogi eða af bílastæðinu við Háskóla Íslands.
Hér á Malarhöfðanum er allt farið á fullt fyrir undirbúning flugeldavertíðar sem hófst formlega í dag með uppsetningu sölustaða víðs vegar um bæinn. Sölustaðir eru staðsettir í Spönginni, Mjóddinni, Grafarholti, Norðlingaholti, Bílbúð Benna, Malarhöfða 6 og hjá Skjöldungi. Salan hefst kl. 14:00 á morgun, föstudaginn 28. desember.
Margir leggja hönd á plóginn til að hlutirnir geti gengið upp – við getum þó sannarlega bætt við okkur mannskap og hvetjum því sem flesta félaga að skrá sig á söluvaktir sem allra fyrst. Sendið póst á hssr@hssr eða hafið samband í s. 5571212.
Sjáumst í flugeldavinnunni!
Kl. 19.18 á aðfangadag barst björgunarfólki á svæði 1 tilkynning um týndan einstakling á stór-höfuðborgarsvæðinu. Rétt um 20 félagar í HSSR brugðust við kallinu og voru tilbúnir til brottfarar á Malarhöfða 6 þegar tilkynnt var að viðkomandi hefði fundist.
Þessar fréttir glöddu félaga mikið sem drifu sig þegar í stað heim á leið í faðm fjölskyldunnar þar sem jólamaturinn og jólapakkarnir biðu.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík selur flugelda á sjö stöðum fyrir áramótin. Sölustaðirnir eru í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6, við verslunarmiðstöðvarnar í Mjódd og Spöng, í Bílabúð Benna, við Húsasmiðjuna í Grafarolti, skátaheimili Sjöldunga við Sólheima og í Norðlingaholti.
Við opnum föstudaginn 28. desember klukkan 14.00 og er opið til 22.00. Laugardaginn 29. og sunnudagin 30. er opið frá 10.00 til 22.00 en gamlársdag er opið frá 10.00 til 16.00.
Um leið og við þökkum stuðningin á liðnum árum óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Munið að þótt flugeldar séu skemmtilegir þá er mikilvægt að sýna aðgæslu við notkun þeirra.
Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem starfa innan björgunarsveita, bæði fyrir stjórnendur útkallshópa og hópstjóra í útköllum. Einnig þau sem vilja gefa kost á sér í þessi verkefni. Námskeiðið er 24 kennslustundir og er hluti af björgunarmanni 2. Það byggist upp á verklegum æfingum, sýnikennslu og fyrirlestrum. Vegna dagskrár og uppbyggingar er nauðsynlegt að þátttakendur gisti. Nánari upplýsignar og skráning er á vef Björgunarskólans, landsbjorg.is.
Stjórn HSSR hvetur virka félaga sem eru hópstjórar eða hafa hug á því að taka það hlutverk að sér að sækja námskeiðið.
HSSR hefur nú eignast GoPro Hero3 Black Edition vél sem mun nýtast víða í starfi sveitarinnar. Vélin á að nýtast til að skrá heimildir um HSSR, við rýni á æfingum, skráningu heimilda í útköllum og einnig til leitar með aðstoðar almennrar tölvutækni. Vélin er af nýjustu og fullkomnustu gerð og eru allmargir fylgihlutir með vélinni til að hún nýtist sem flestum við sem flestar aðstæður. Að lokinni flugeldavinnu verður vélin kynnt frekar og hvernig notkuninni verður háttað varðandi útlán og notkun myndefnis.
Á meðfylgjandi mynd er Þórhallur Skúlason sölustjóri Spennandi ehf innflutningsaðila GoPro á Íslandi að afhenda Hilmar Má Aðalsteinssyni vélina.
Nánari upplýsingar um vélin má finna á vefsíðunni www.goice.is eða www.gopro.com.
Á jólafundi Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík sem haldin var 6. desember síðastliðinn var HSSR færður veglegur styrkur. Styrkurinn er ætlaður til kaupa á tjaldi til að nota til að þjónusta björgunarfólk í lengri aðgerðum, sjúkragæslur og æfingar. Styrkurinn er að upphæð 800.000 kr.
Reynsla af rekstri búðahóps HSSR á síðustu árum hefur sýnt fram á hversu mikilvægur þáttur aðstaða björgunarfólks er í lengri útköllum. Það er lykilatriði þegar kemur að úthaldi björgunarfólks á vettvangi og skipulagningu aðgerða. Undanfarið hefur verið skoðað innandyra hjá HSSR hvaða búnaður væri mikilvægur til að efla þennan þátt og niðurstaðan er öflugra tjald. Í mörgum tilvikum myndu tvö tjöld nýtast þ.e. annarsvegar til þess að neyta matar og safna orku, hins vegar vegna skipulagsvinnu í aðgerðum. Heildarkostnaður við kaup á öðru tjaldi er um 2 miljónir króna og er styrkurinn stór áfangi á þeirri leið. Einnig munu SVD og HSSR skipuleggja hvernig þjónustu við björgunarfólk í lengri aðgerðum. Er gert ráð fyrir því að báðar einingar komi að því verkefni í framtíðinni og hefst vinna við þetta eftir flugeldavertíð.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík eru færðar bestu þakkir fyrir styrkinn, það er ómetanlegt að hafa bakhjarla sem þekkja okkar starf og eru tilbúnar að leggja á sig mikla vinnu við að styrkja það. Takk fyrir okkur
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjó nn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Jón Svanberg tekur við stöðu framkvæmdastjóra SL 1. janúar 2013.
HSSR býður Jón Svanberg velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í vandasömu en skemmtilegu starfi
Nú er verið að standsetja fjóra gáma fyrir tvo sölustaði í tækjageymslu. Gámarnir voru keyptir í sumar og nú er lokið við að mála þá og verið að setja í þá innréttingar sem henta sölu auk þess að breyta raflögnum. Í framhaldi af því verða útbúin auglýsingaskilti utan á þá.
Myndin er tekin í vikunni og þá var varla þverfótað fyrir rafvirkjum og smiðum.